Kínversk grafíklist

Kínversk grafíklist

Kínversk grafíklist

Kjarvalsstaðir

-

127 grafíkverk frá Kína. Kínversk grafíklist á sér langa sögu og ber með sér sterk þjóðleg stíleinkenni. Bæði atvinnulistamenn og áhugalistamenn úr röðum verkamanna, bænda og hermanna hafa skapað listaverk með nýju innihaldi og nýjum stíl og eru þau reist á arfleifð og þróun fágaðrar þjóðlegrar listhefðar.

Í verkum þessum koma þessir listamenn fram sem ötulir boðberar þeirrar bókmennta- og listastefnu Maós formanns að "láta hundrað blómjurtir blómstra, sem eldri blóm hafa látið vaxa, svo að þær megi nýjar af sér gefa". Meðal verka á sýningu þessari eru nokkrar nýjárstréstungumyndir, svo og tréstunguuppprentanir af ætt alþýðulistar. Einnig eru hér nokkur verk, sem hafa að miklu leyti mið af þjóðlegri listhefð, og önnur sem lýsa nýju yfirbragði hins sósíalistíska Kína..