John Chang McCurdy

John Chang McCurdy

John Chang McCurdy

Kjarvalsstaðir

-

47 Ljósmyndir. Sýningin sett upp með fyrirgreiðslu stjórnar Kjarvalsstaða. Það var á dögum Kóreustyrjaldarinnar að 10 ára dreng, Chang að nafni, var bjargað úr húsarústum eftir sprengjuárás.

Bandarískur hermaður tók hann að sér og ættleiddi hann og 1958 er Chang kominn til Berkley í Kaliforníu og heitir John Chang McCurdy. Hann lauk síðar BA-prófi í listrænni hönnun með ljósmyndun að höfuðviðfangsefni frá California State University í San Francisco.  Fyrsta ferð John Chang McCurdy til Íslands var í tengslum við heimsmeistaraeinvígið í skák, sem fór hér fram 1972. Hóf hann þá þegar að taka myndir af íslenskri náttúru sem hann hreifst mjög af og tók slíku ástfóstri við, að hann gaf ýmis verkefni frá sér til að geta betur helgað sig því höfuðviðfangsefni að gera myndabók um Ísland og Íslendinga sem Almenna bókafélagið gaf síðan út 1979..