John Baldessari - Á meðan eitt­hvað er að gerast hér er eitt­hvað annað að gerast þar: Verk 1965 - 2001

John Baldessari - Á meðan eitthvað er að gerast hér er eitthvað annað að gerast þar: Verk 1965 - 2001

John Baldessari - Á meðan eitthvað er að gerast hér er eitthvað annað að gerast þar: Verk 1965 - 2001

Hafnarhús

-

John Baldessari er bandarískur ljósmyndari og listamaður (f. 1931), sem hefur verið einn fremsti fulltrúi hugmyndalistarinnar í heiminum undanfarna þrjá áratugi. Baldessari vinnur mikið með ljósmyndir og orðmyndanir af ýmsu tagi í verkum sínum, þó hann hafi byrjað feril sinn sem listmálari, en hefur einnig unnið í kvikmyndum.

Þannig hefur merking og merkingarleysi verið áberandi viðfangsefni í fjölda verka hans, sem hafa átt drjúgan þátt í að beina sjónum manna í hugmyndalistinni að hinu almenna og hversdagslega í umhverfinu sem verðugu viðfangsefni í listrænum skilningi.

Baldessari hefur verið valinn sem fulltrúi Bandaríkjanna á ýmsum þekktum alþjóðasýningum, s.s.

Documenta í Kassel og Tvíæringnum í Feneyjum, þar sem hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar, auk viðurkenninga í heimalandi sínu. Þetta er fyrsta einkasýning listamannsins á Norðurlöndum..

Myndir af sýningu

Ítarefni