Islandia 73 - Frímerkja­sýning í Reykjavík

Islandia 73 - Frímerkjasýning í Reykjavík

Islandia 73 - Frímerkjasýning í Reykjavík

Kjarvalsstaðir

-

Þessi sýning er haldin í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá útgáfu fyrstu íslensku frímerkjanna. Megintilgangur hennar er að gefa yfirlit um þróun íslenskra frímerkja síðustu 100 ár. Einnig mun hún gefa yfirlit um hvernig frímerkjum er safnað.  Sérstök dagskrá er alla sýningardagana: fyrirlestrar og myndasýningar er varða efni hennar.

Saga íslenska frímerkisins kemur út í tilefni aldarafmælisisns. Þar verða litmyndir af þeim u.þ.b. 540 frímerkjum, sem hafa verið gefin út á Íslandi frá upphafi. Pósthús með sérstökum dagstimpli verður starfrækt á sýningunni og þar verður á boðstólum sérstakt sýningarumslag og frímerkjamappa..