Inga Svala Þórs­dóttir: Borg

Inga Svala Þórsdóttir: Borg

Inga Svala Þórsdóttir: Borg

Hafnarhús

-

Á sýningu sinni, Borg, leggur myndlistarkonan Inga Svala Þórsdóttir, fram tillögu að milljón manna borgarskipulagi fyrir Íslendinga. Borgina hefur hún staðsett í landi Skallagríms í Borgarfirði. Hún sviðsetur byggðarkjarna og teiknar upp járnbrautarkerfi og brautarstöðvar.

Inntak sýningarinnar vísar m.a. í mögulegt byggingarefni, formlausnir einstakra húsa, stofnanna og hverfa og þar eru settar fram hugmyndir um áhrif borgarinnar á íslenskan veruleika.

Borg Ingu Svölu er unnin í ólíka miðla; teikningar, skúlptúrar, neonverk, myndband og ljósmyndir. Inga Svala útskrifaðist frá málaradeild Myndlista og Handíðaskóla Íslands árið 1991. Hún fór í framhaldsnám við listaakademíuna í Hamborg, lauk þaðan prófi 1995 og hefur kennt við myndlistardeild hennar síðan 1999..

Myndir af sýningu

Ítarefni

Umfjöllun fjölmiðla PDF

Sýningarskrá

Umfjöllun fjölmiðla

Listamenn

Boðskort

Sýningarskrá JPG