Hlynur Halls­son: ÚT / INN

Hlynur Hallsson: ÚT / INN

Hlynur Hallsson: ÚT / INN

Hafnarhús

-

Myndlistarverk Hlyns Hallssonar í A-sal Hafnarhúss fjallar um safnið safneignina, íslenska myndlist og samfélagið sem þetta hrærist í. Tuttugu þjónustufyrirtæki í miðbænum taka virkan þátt í sýningu Hlyns Hallssonar ÚT / INN sem verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi fimmtudaginn 6. nóvember.

Sýning Hlyns felur í sér að færa hluta af safnkosti Listasafns Reykjavíkur út á meðal almennings og á sama tíma að varpa nýju ljósi á viðtekna hluti í umhverfi okkar og setja þá í nýtt samhengi innan veggja safnsins.

Listaverkin verða sett upp hjá þjónustuaðilum sem í skiptum lána á sýninguna hlut sem er einkennandi fyrir starfsemi þess. Verkin sem Hlynur hefur valið úr safneigninni eru frá öndverðri síðustu öld til okkar daga og eru eftir listamenn allt frá Gunnlaugi Blöndal til Gjörningaklúbbsins. Auk þess hefur fjöldi tímarita og blaða tekið þátt í verkefninu með því að fjalla um hugmynd Hlyns og verður sú umfjöllun einnig til sýnis.

Lánsmunirnir á sýningu Hafnarhússins eru af ýmsum toga; uppstoppaður ísbjörn, minjagripir, verslunarkælir, jakkaföt og fleira og fleira en eftirtaldir þjónustuaðilar taka þátt í verkefninu: Aurum, Brynja, Eymundsson, Gyllti kötturinn, Hársaga, Gallerí i8, Kaffitár, Karlmenn, Kisan, Landsbankinn, Lyfja, Múltíkúltí, Skífan, Subway, Varðan, Verslunin Bláa lónið, Víkingur, Vísir, 10-11 og 66° norður.

Þessi sömu aðilar bjóða nú viðskiptavinum sínum að njóta listaverka eftir marga, viðurkennda listamenn eins og Ásmund Ásmundsson, Ásmund Sveinsson, Birgi Andrésson, Eggert Pétursson, Gjörningaklúbbinn, Guðmundu Andrésdóttur, Guðrúnu Veru Hjartardóttur, Gunnlaug Blöndal, Hrafnkel Sigurðsson, Hrein Friðfinnsson, Huldu Hákon, Hörð Ágústsson, Jóhannes S. Kjarval, Ilmi Stefánsdóttur, Karin Sander, Kristján Guðmundsson, Magnús Pálsson, Ragnar Kjartansson, Rósku og Sólveigu Aðalsteinsdóttur.

Myndir af sýningu

Ítarefni

Umfjöllun fjölmiðla PDF

Sýningarskrá

Sýningarstjóri/-ar

Ólöf K. Sigurðardóttir.

Umfjöllun fjölmiðla

Listamenn

Boðskort

Sýningarskrá JPG