Hér og nú - Kvenna­lista­hátíð

Hér og nú - Kvennalistahátíð

Hér og nú - Kvennalistahátíð

Kjarvalsstaðir

-

28 konur sýna verk eftir sig á kvennalistahátíð. Á hátíðinni eru einnig aðrar uppákomur. Ákveðið var að gefa öllum íslenskum myndlistarkonum kost á að senda myndir af verkum sínum til dómnefndar sem falið var að velja á sýninguna.

Athygli var vakin á sýningunni með bréfi til myndlistarkvenna í Sambandi íslenskra myndlistarmanna auk þess sem hún var kynnt í fjölmiðlum. Um það bil hundrað konur sendu myndir af verkum sínum til dómnefndar.

Dómnefndin varð sammála um að sýna skyldi nokkur verk eftir þær listakonur sem valdar yrðu til þátttöku enda þótt það hefði í för með sér að takmarka yrði fjölda sýnenda. Þegar dómnefnd hafði lokið störfum, varð ljóst að listakonur þær sem valist höfðu til þátttöku, komu flestar fram á sjónarsviðið á síðasta áratug. Óhætt er að fullyrða að sýningin gefi allgóða mynd af listsköpun kvenna á allra síðustu árum og því var henni gefið nafnið Hér og nú..