Hærra til þín. Trúarleg minni í vestn­or­rænni list

Hærra til þín. Trúarleg minni í vestnorrænni list

Hærra til þín. Trúarleg minni í vestnorrænni list

Ásmundarsafn

-

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og Ásmundarsafn hafa tekið höndum saman um sýningu sem efnt er til í  tilefni þess að árið 2000 verða liðin þúsund ár frá þeim merka viðburði er Íslendingar tóku kristna trú. Á sýningunni verða valin verk eftir norræna myndlistarmenn tuttugustu aldar, bæði málara og myndhöggvara.

Sérstaklega verður horft til þeirra listamanna sem hafa ekki fengist við hefðbundna kirkjulist en sem engu að síður hafa fjallað um kristin og trúarleg minni í verkum sínum. Slíkt innihald getur verið dulið áhorfendum og er það markmið sýningarinnar meðal annars að rannsaka, skýra og túlka verkin.  Það gefur sýningunni aukið vægi að þar verða verk eftir Íslendinga sýnd með verkum annarra norrænna listamanna.

Með þessu móti verður miðlað af sameiginlegum menningararfi sem gæti auðgað og eflt skilning manna á norrænni sjálfsímynd.

Á sýningunni verða meðal annars verk eftir íslensku myndhöggvarana Ásmund Sveinsson og Sigurjón Ólafsson, færeyska málarann Samuel Joensen-Mikines, norsku veflistarkonuna Hannah Ryggen og danska myndhöggvarann Robert Jacobsen..