Gerður Helga­dóttir Kristín Jóns­dóttir

Gerður Helgadóttir    Kristín Jónsdóttir

Gerður Helgadóttir Kristín Jónsdóttir

Kjarvalsstaðir

-

Listahátíð í Reykjavík yfirlitssýning 159 verk. Mikið af þeim listaverkum Gerðar Helgadóttur sem hér eru sýnd, eru úr eigu Lista- og menningarsjóðs Kópavogs, þótt einnig séu fengin að láni verk úr einkaeigu. En systkini hennar, Erlendur, Snorri, Unnur og Hjördís, gáfu þangað snemma árs 1978 listaverk þau sem í dánarbúinu voru, þ.e.

allar frummyndir og eitt eintak af afsteypum, sem þau höfðu látið gera, ásamt skissum, teikningum og tillögum. Er gert ráð fyrir að byggt verði í Kópavogi listasafn, er beri nafn Gerðar og geymi listaverk hennar, en gegni að öðru leyti hefðbundnu verkefni listasafns. Er nokkuð tilviljun háð hver af verkum Gerðar lentu hér heima.

Er Gerður fluttist frá Ítalíu til Parísar sendi hún heim verk sín, einnig tók hún vegna þessara 3 einkasýninga sem hún hélt í Reykjavík, með sér verk heim 1952, 1956 og 1962 eða vann þau hér heima. Að Gerði látinni voru flutt heim þau verk hennar, sem enn fundust í vinnustofu hennar í París. Er þessi listaverkagjöf til Lista- og menningarsjóðs Kópavogs, vegleg og stórhuga, og mun halda til haga þeim verkum Gerðar, sem ekki festust erlendis og þannig væntanlega veita ánægju um ókomna framtíð fleirum en annars hefði orðið..