Gálgaklettur og órar sjón­skynsins

Gálgaklettur og órar sjónskynsins

Gálgaklettur og órar sjónskynsins

Kjarvalsstaðir

-

Sýning um samtal Jóhannesar Kjarvals við náttúruna og íslenska myndlist. Í um aldarfjórðung heimsótti Jóhannes Kjarval reglulega afskekktan stað í Garðahrauni norðan Hafnarfjarðar, sem hann kenndi við Gálgaklett. Ekki verður séð að þessi staður hafi neitt sérstakt upp á að bjóða umfram það sem almennt gerist í íslensku hrauni, en andspænis formlausum hraunmyndunum Gálgakletts málaði Kjarval engu að síður fjölda mynda sem eru grunnurinn að sýningunni.

Sýningin fjallar öðru fremur um fyrirbærafræði sjónskynsins þar sem sýningarstjórinn Ólafur Gíslason hefur til hliðsjónar verk eftir tuttugu aðra íslenska listamenn og finnur í þeim endurómun við Gálgaklettsviðfangsefni Kjarvals. Verkin eru unnin í ólíka miðla og spanna heila öld, en fjölmörg þeirra eru ný og önnur hafa aldrei verið sýnd áður hér á landi..

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun