Erró - Teikn­ingar

Erró - Teikningar

Erró - Teikningar

Hafnarhús

-

Teikningin er sú grein Errós sem hann er hvað minnst þekktur fyrir, en á sýningunni eru sýnd um 200 slík verk. Verkin vann listamaðurinn frá árinu 1944 til vorra daga og beitti fjölbreyttri tækni og aðferðum við gerð þeirra. Ákveðin þáttaskil urðu í sköpun Errós í byrjun sjöunda áratugarins þegar samklippiverk hans litu fyrst dagsins ljós.

Við það gaf hann grafíska sköpun endanlega upp á bátinn og klippimyndirnar urður skissur að málverkum, grafíkverkum og vatnslitamyndum.

Höndin var ekki lengur aðal túlkandinn í myndverkinu heldur fyrst og fremst tæki til að yfirfæra myndir á pappír, striga og aðra miðla, oft með hjálp skuggamyndavéla eða skjávarpa. Sýningin er skipulögð í náinni samvinnu við Erró og byggð á verkum sem koma úr einkasafni listamannsins og safneign Listasafns Reykjavíkur..

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun