Erró - Ofur­hetjur

Erró - Ofurhetjur

Erró - Ofurhetjur

Hafnarhús

-

Á sýningunni eru verk sem endurspegla notkun Errós (f. 1932) á hetjum úr heimi myndasögunnar. Hann byggir verk sín á tilvísunum í myndir annarra sem hann klippir saman og flytur yfir á léreft.

Hér eru á ferðinni verk sem nota myndmál ofurraunsæis og teiknimynda þar sem frásögnin er flókin og yfirgengileg. Verkin eru öll úr safneign Listasafns Reykjavíkur en Erró hefur gefið Reykjavíkurborg ómetanlega listaverkagjöf.

Á sýningunni eru meðal annars tvö stór verk sem sækja myndefni beint í kraftmikinn heim myndasagna þar sem ofurhetjur skipa höfuðhlutverk. Þetta eru Vísindaskáldskaparvíðátta sem er rúmlega 13 metra langt málverk og stærsta verk Errós í eigu Listasafns Reykjavíkur og Leyndardómurinn afhjúpaður sem einnig er risastórt verk sem segir kraftmikla sögu. Annað verk á sýningunni er Ghost Rider eða Næturriddari þar sem þessi þekkta myndasöguhetja skipar meginhlutverk en á síðasta ári var gerð kvikmynd eftir þeirri sögu með Nicolas Cage í aðalhlutverki..

Myndir af sýningu

Ítarefni

Sýningarstjóri/-ar

Ólöf K. Sigurðardóttir

Listamenn

Boðskort