Erró - Graf­ík­verk 1949-2009

Erró - Grafíkverk 1949-2009

Erró - Grafíkverk 1949-2009

Hafnarhús

-

Á sýningunni gefst almenningi í fyrsta sinn tækifæri til að sjá heildstætt yfirlit yfir grafíkverk Errós. Sýningin er afrakstur þriggja ára vinnu við skráningu og rannsóknir á öllum grafískum verkum listamannsins, sem Danielle Kvaran sýningarstjóri á heiðurinn af. Ólíkri tækni er beitt við gerð verkanna, meðal annars stimpilþrykki, dúkristu, tréristu, ætingu, litógrafíu og silkiþrykki, en undir lokin hefur Erró snúið sér æ meira að stafrænni prentun.

Flestar grafíkmyndir Errós eru byggðar á eldri verkum hans, svo sem málverkum, klippimyndum og teikningum. Erró hefur unnið með ólíkum grafíkverkstæðum og útgefendum í Frakklandi, á Ítalíu, í Svíþjóð og víðar í Evrópu..

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun

Ítarefni

Umfjöllun fjölmiðla PDF

Sýningarskrá

Sýningarstjóri/-ar

Danielle Kvaran

Umfjöllun fjölmiðla

Listamenn

Boðskort

Sýningarskrá JPG