Einar Gari­baldi Eiríksson - Blámi

Einar Garibaldi Eiríksson - Blámi

Einar Garibaldi Eiríksson - Blámi

Kjarvalsstaðir

-

Saga myndlistar a Íslandi á 20. öld er samstíga sögu þjóðarinnar í landinu. Á þessum tíma hefur þjóðin barist frá ósjálfstæði, fátækt eg einangrun bændasamfélagsins til ríkidæmis vel menntaðrar, fullvalda þjóðar, sem ber höfuðið hátt á alþjóðavettvangi.

Eins og oft vill verða hefur eldmóður brautryðjendanna skipt mestu um þessa framþróun, og svo verður enn um sinn. Jóhannes S. Kjarval var meðal hinna fremstu Í hópi þeirra, sem ruddu þessari þróun braut á sviði íslenskrar myndlistar. Hin langa og goðsagnakennda starfsævi Kjarvals sem og geysilegar vinsældir verka hans, hafa fyrir löngu gert hann að vissu tákni í vitund þjóðarinnar - tákni sem listamenn eftir hans dag hafa þurft að takast á við, ekki síður en þau myndefni, sem Kjarval gerði að sínum. Þingvellir og Kjarval, Kjarval og Dyrfjöll - hvar væri annað í hugum okkar án hins.

Einar Garibaldi Eiríksson hefur tekist á við þessa táknmynd Kjarvals af innsæi og virðingu með því að nota eigin viðhorf og verklag til að skilgreina stöðu brautryðjandans í huga yngri kynslóðar í myndlistinni. Það er því einkar ánægjulegt að geta boðið til sýningar á verkum hans, tileinkuðum Jóhannesi  S. Kjarval, á sama tíma og verk meistarans eru gestum einnig nærtæk í þeirri byggingu, sem við hann er kennd..

Myndir af sýningu