Eilíf endur­koma: Stefán Jónsson kinkar kolli til Kjar­vals

Kjarvali 8 (Frá Þingvöllum, Botnsúlur).

Eilíf endurkoma: Stefán Jónsson kinkar kolli til Kjarvals

Kjarvalsstaðir

-

Stefán Jónsson myndlistarmaður sýnir og segir frá höggmyndaröð sinni Kjarvalar sem verður sýnd á Kjarvalsstöðum til 21. ágúst. Höggmyndirnar byggja á túlkun Stefáns á landslagsmálverkum Jóhannesar S.

Kjarvals og á hver og ein höggmynd sér upphafspunkt í einhverju þeirra verka. 

Í verkunum leyfir listamaðurinn litaspjaldi og áferð málverkanna að gefa sér hugmyndir að efnisvali fyrir höggmyndirnar auk þess sem hann stílfærir verkin og færir þau í þrívíðan búning. Með þessu skapar hann nýja og nútímalegri umgjörð um landslagsheim Kjarvals og býður um leið upp á nýja nálgun við verk hans.

Verkin eru unnin úr ólíkum efnum eins og gifsi, bronsi, gólfefnum, baðherbergisflísum og garni. 

Stefán er fæddur á Akureyri 1964. Allan sinn feril hefur hann búið til höggmyndir sem sækja andagift í listasöguna. Hann gengur inn í málverk annarra listamanna og vinnur úr því sem hann upplifir og sér og túlkar það í höggmyndum. Hann hefur leitað fanga jafnt til íslenskra og erlendra myndlistarmanna.

Lengst af notaði hann Legókall sem staðgengil manneskjunnar í verkunum sem hann vann út frá og má segja að hann hafi verið það sem tengdi verkin myndrænt saman. Í upphafi voru verkin fremur smá með áherslu á manninn fremur en umhverfið. Síðan þróuðust verkin út í hrein þrívíð landslagsverk og Legókallinn hvarf..

Ítarefni