Cory Arcangel: Margt smálegt

Cory Arcangel: Margt smálegt

Cory Arcangel: Margt smálegt

Hafnarhús

-

Listasafni Reykjavíkur er heiður að kynna einkasýningu á nýjum verkum eftir bandaríska listamanninn Cory Arcangel (f. 1978), sem ber heitið All the Small Things. Þótt Cory sé aðeins á fertugsaldri hefur hann þegar skapað sér nafn í listaheiminum sem frumkvöðull sem leiðir saman stafræna tækni og list.

Auk þess að skapa og vinna með teikningar, skúlptúra, ljósmyndir og myndbandsverk á stafrænu formi, hefur Cory einnig vakið mikla athygli fyrir sniðuga endurskipan tölvuleikja með því að eiga við tölvukóða. Hann finnur afbakaða fegurð í tækni sem eitt sinn var í fremstu röð en er úreld.

Á sýningunni All the Small Things má finna bæði ný verk eftir Cory og úrval eldri verka sem hann hefur sérstaklega endurskipulagt fyrir þessa sýningu.Verkin eru hönnuð til sýningar í ýmiss konar samhengi þ.m.t. sýningarrýmis, kvikmyndar, gjörnings, vefsins og gjafaverslunarinnar. Að auki eru verkin unnin í mismunandi miðla, svo sem sundlaugarnúðlur úr frauði skreyttar textílefnum og rafteindatækjum (Screen-Agers, Tall Boys, and Whales, 2011-2014), flatskjái sem sýna gamaldags myndáhrif frá gullöld vefsins (Lakes, 2013- ), myndbandsverk knúið áfram af breyttum leikjatölvufjarstýringum (Self Playing Nintendo 64 NBA Courtside 2, 2011), popp pönk (Since U Been Gone / Music for Stereos, 2014) og minimalísk píanóverk (Dances for the Electric Piano, 2013-2014).

Verk Cory’s Arcangel spanna allt frá nýjustu til einföldustu tækni og má línurnar á milli dægurmenningar og listar. Með þessari sýningu setur hann fram miðla og menningarvísanir á nýstárlegan og óvenjulegan hátt, en mörg verka hans grundvallast á myndböndum og kóðum og þau má finna á netinu.

Með því að krukka í og breyta hvort tveggja gamalli og samtímalegri tækni skapar hann verk sem kallast á við naumhyggju og Fluxus og vekja athygli á því flókna og síbreytilega sambandi sem við sem neytendur og manneskjur eigum við þau tól og tæki, miðlunarvettvanga og gögn sem gegnsýra skjái okkar og hversdaginn.

Cory Arcangel hefur notið mikillar velgengni og virðingar víða um heim og haldið fjölda sýninga í galleríum og þekktum söfnum svo sem Carnegie Museum of Art, New Museum of Contemporary Art, Whitney Museum of American Art, Barbican og MoCA í Miami. Verk hans má finna í safneignum MoMA, Smithsonian og Tate. Einnig er hann á mála hjá Team Gallery í New York, Lisson Gallery í London og Thaddaeus Ropac Gallery í Paris og í Salzburg. Sýningin opnar í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur þann 31. janúar og stendur til 12. apríl 2015.

Sýningarstjóri er Michael Bank Christoffersen en sýningin er unnin í samstarfi við HEART – Herning listasafnið í Danmörku. The Obel Family Foundation styrkti sýninguna..

Myndir af sýningu

Ítarefni

Sýningarstjóri/-ar

Michael Bank Christoffersen

Listamenn