Carnegie Art Award 2006

Carnegie Art Award 2006

Carnegie Art Award 2006

Hafnarhús

-

Sýning á listaverkum sem voru valin vegna úthlutunar listaverka- verðlaunanna Carnegie Art Award árið 2006. "Carnegie Art Award" er bakhjarl einna stærstu myndlistarverðauna í heimi en sýningin endurspeglar brot af því helsta sem nú er gert í nafni norrænnar samtímalistar.

Í dómnefnd vegna sýningarinnar eru nokkrir helstu sérfræðingar á sviði norrænnar myndlistar með Lars Nittve, forstjóra Nútímalistasafnsins í Stokkhólmi í forsvari. Dómnefndin var einhuga um að veita sænsku listakonunni Karin Mamma Andersson fyrstu verðlaun Carnegie Art Award 2006 að upphæð 10 milljónir íslenskra króna.

Önnur verðlaun að upphæð 6 milljónir íslenskra króna hlaut íslenski myndlistarmaðurinn Eggert Pétursson fyrir einstök blómamálverk sín sem dómnefndin hreifst mjög af.

Málverk eftir Eggert var einnig að finna á Carnegie Art Award 2004. Verðlaun sýningarinnar voru afhent í Osló í september 2005. Um leið hófst átján mánaða sýningarferðalag til allra höfðuborga á Norðurlöndunum, Nice í Frakklandi og Lundúna. Sýningin er hér sett upp í heild sinni..