Bútasaum­steppi frá Banda­ríkj­unum

Bútasaumsteppi frá Bandaríkjunum

Bútasaumsteppi frá Bandaríkjunum

Kjarvalsstaðir

-

Sýning á bandarískum bútasaumsteppum, flest frá 1860-1900. Einnig eru sýnd verk nokkurra nemenda VIRKU í bútasaumi. Bútasaumur hefur aukist mikið, því með honum má vinna nýjar hugmyndir á gömlum grunni, sem nær margar aldir aftur í tímann. Í gamla daga byrjaði þetta þannig, að barnaföt voru oft saumuð upp úr fötum fullorðinna og svo þegar börning voru búin að slíta sínum þá voru heillegustu fletirnir klipptir í búta sem síðan var safnað til að búa til teppi, púða og ýmsa aðra hluti.

Einnig voru allir bútar, sem gengu af við saumaskap notaðir.

Þegar síðar var auðveldara að fá bómull þá varð þetta meira tómstundagaman eða list og þá gjarnan notað til gjafa, þannig að oft urðu þetta einskonar erfðagripir..