Barbara Westman

Barbara Westman

Barbara Westman

Ásmundarsafn

-

Sýningin ber heitið "Leiðin til Reykjavíkur" og er með verkum eftir Barböru Westman. Barbara er bandarískur teiknari sem hefur fyrir löngu markað sér rými í listasögunni fyrir persónulegan stíl og myndefni þar sem oftar en ekki er fjallað um lífið og tilveruna í Boston. Að þessu sinni er það Ísland sem vekur henni hugljómun og sköpunargáfu.

Hún málar landið í vatnslit af fingrum fram, hraunið, snjóinn, sjóinn og veðrið. Barbara stundaði nám í listasögu við Goucher College en fór síðan í listnám fyrst í Mahlschule Die Form í Þýskalandi og síðar við Listaháskólann í Boston. Barbara Westman hefur haldið fjölda einkasýninga í Bandaríkjunum og Evrópu og á árunum 1983-92 teiknaði hún reglulega forsíðumynd "New Yorker Magazine"..

Myndir af sýningu