Augnasin­fónía - Mynd­list Braga Ásgeirs­sonar í 60 ár

Augnasinfónía - Myndlist Braga Ásgeirssonar í 60 ár

Augnasinfónía - Myndlist Braga Ásgeirssonar í 60 ár

Kjarvalsstaðir

-

Ferill listmálarans og gagnrýnandans Braga Ásgeirssonar spannar sextíu ár og er hvergi lokið. Á sýningunni gefst í fyrsta sinn tækifæri til að líta langan og farsælan feril Braga og þeim breytingum sem listsköpun hans hefur tekið í tímans rás. List Braga hefur gengið í gegnum aðgreinanleg tímabil en hann hefur ávallt verið sjálfum sér trúr og iðulega farið ótroðnar slóðir.

List hans er víðfeðm; teikningar, upphleypt poppverk, abstrakt málverk og fígúratíf grafík.

Verkin á sýningunni eru um hundrað talsins og koma víða að. Í tilefni af sýningunni mun Listasafn Reykjavíkur og bókaútgáfan Opna gefa út veglega sýningarskrá, ríkulega skreytta verkum Braga frá öllum tímum.

Bragi Ásgeirsson (fæddist 1931). Nám í Handíða- og myndlistarskólanum 1947–1950, Listaháskólanum í Kaupmannahöfn 1950–1952 og 1955–1956 (grafík), við Listaháskólann í Osló og Listiðnaðarskólann (grafík) 1952–1953 og Listaháskólann í München 1958–1960. Námsdvöl í Róm og Flórenz 1953–1954, meðlimur í Associazione Artistica Internazionale í Róm. Námsferðir um flest lönd Evrópu, Ameríku, Kanada, Kína, og Japan.

Enginn einn listamaður fremur en annar hefur haft afgerandi áhrif á myndlist Braga í gegnum tíðina. Þó eru ákveðnir málarar sem Bragi hefur haft meiri mætur á en öðrum.  Þar má nefna listamenn eins og Picasso, Munch, Jón Stefánsson, Modigliani, Matisse og Hammershøi.

Mótunarárin 1947–1954: Bragi innritaðist í Myndlista- og handíðaskólann 1947 og var þar við nám til ársins 1950.

Þaðan fór hann í akademíuna í Kaupmannahöfn og síðan til Osló þar sem hann stundaði nám ásamt skólafélaga sínum og vini Guðmundi Guðmundssyni (Erró) í eitt ár. Eftir dvölina í Osló lá leiðin til Rómar og Flórenz á Ítalíu þar sem hann átti góða tíma, teiknaði, skoðaði söfn og lifði lífinu.

Grafík og strangflatalist 1955–1960: Á árunum 1955–1956 var listamaðurinn við nám í Kaupmannahöfn þar sem hann átti mjög frjótt tímabil á grafíkverkstæði  listaakademíunnar. Hann kom heim árið 1956 og dvaldi á Íslandi í tvö ár, en fór svo aftur til náms í München í Þýskalandi árin 1958–1960 á námsstyrk. Þar vann hann aðallega að strangflatarlist undir leiðsögn hins þekkta franska listamanns Jean Jaques Deyrolle. Sá taldi Braga eiga mikla framtíð fyrir sér í listinni og sagði að málverkið væri það sem hann ætti að leggja áherslu á. Á þessu tímabili vann Bragi jöfnum höndum að hlutbundnum verkum og óhlutbundnum, sem þótti mjög óvenjulegt á þessum tíma.

Málverk 1980–2008: Frá árinu 1980 hefur Bragi að mestu einbeitt sér að málverkinu, en á rúmlega fimmtán ára tímabili þar á undan hafði hann unnið nær eingöngu að upphleyptum verkum.  Verkin frá þessu tímabili eru margþætt, litrík og óvænt, oft djúp og jafnvel myrk, en einföld og björt þess á milli. Verkin endurspegla iðulega upplifanir listamannsins af borg og náttúru en útsýnið frá vinnustofunni út á hafið hefur einnig getið af sér mörg listaverk.

Pop 1960–1980: Due to the lack of a working environment, accompanied by a searching mind and with influences from zeitgeist, and changes in the art world led Ásgeirsson in the early 1960’s to change direction almost entirely. He started to glue pieces of fabrics, toys and things onto the picture plane. The well-known pictures he made after a trip to Selsvör beach were created from things that his children found on the beach. They delivered the found objects into the palms of their father and urged him to use for his art. In this period influences from pop art, neo-dada, surrealism, trash art (junk art) and readymade art can be seen in his works.

Í tengslum við sýninguna er fræðslusýning í norðursal Kjarvalsstaða, Bragi í hólf og gólf, byggð á þeirri nálgun að „skynja án orða”. Bragi Ásgeirsson hefur verið afar virkur penni sem gagnrýnandi og kennari og ógrynni til af úrklippum úr lífi hans sem listamanns og gagnrýnanda. Á sýningunni eru úrklippur nýttar sem vitnisburður um virkni hans og fá að njóta sín á sjónrænan og áhugaverðan hátt. Gestum gefst kostur á að leggjast á bekk eða gólfið sem þakið er úrklippunum og njóta um leið verka eftir Braga sem hengd hafa verið í loftið. Sýningunni er ætlað að sameina börn og fullorðna í því verkefni að skoða myndlist frá óvenjulegu sjónarhorni..