Ásdís Sif Gunn­ars­dóttir: Skip­brot úr fram­tíð­inni / sjón­varp úr fortíð­inni

Ásdís Sif Gunnarsdóttir: Skipbrot úr framtíðinni / sjónvarp úr fortíðinni

Ásdís Sif Gunnarsdóttir: Skipbrot úr framtíðinni / sjónvarp úr fortíðinni

Hafnarhús

-

Ásdís Sif vinnur með gjörninga í vídeóverkum sínum sem fara fram með mismunandi hætti á ólíkum stöðum í tíma og rúmi. Verkið "Skipbrot úr framtíðinni/sjónvarp úr fortíðinni" er stór vídeóinnsetning sem byggist á eldra verki eftir Ásdísi frá sýningunni Pakkhúsi postulanna (2006). Um er að ræða fjölda vídeóverka þar sem frásögnin er óhefðbundin og fram koma augnablik frá fortíð og framtíð.

Ásdís Sif kannar möguleika vídeómiðilsins til að búa til hrynjanda og  flæði og dregur fram lifandi mynd af fortíð og framtíð.

Þessi skörun tímans vísar til bíómynda sem gerast í framtíðinni þar sem töfrandi persónur birtast á dularfullum stöðum eins og löngu gleymd minningarbrot.

Ásdís Sif Gunnarsdóttir er fædd 1976. Ásdís Sif lærði vídeó- og gjörningalist í New York og Los Angeles. Hún hefur sýnt gjörninga og vídeóverk víða innanlands og erlendis undanfarin ár og tekið þátt í fjölda  samsýninga ásamt því að vinna vídeóverk gegnum netið. Hún gaf á þessu ári út ljóða/vídeóplötuna "Surroundedbythepurestblue".  Hún sýndi valin vídeóverk  í CentrePompidou-safninu í París 2013 ásamt því að lesa upp ljóð og taka upp myndbönd á sviði. Ásdís Sif flutti gjörning á listahátíð í Kling&Bang-galleríi á þessu ári..

Myndir af sýningu

Ítarefni