1461 dagur

1461 dagur

1461 dagur

Kjarvalsstaðir

-

Sýningin sem sett verður upp í miðrými Kjarvalsstaða ber yfirskriftina "1461 dagur". Þar sýnir Grétar Reynisson verkefni sem hann hefur unnið að frá 1. janúar 1997 og sér ekki fyrir endann á enn.

Þetta er vaxtarverkefni af þeirri tegund sem á ensku væri kallað "work in progress" -- og hefur að meginþema tilvistarlega skráningu tímans.

Verkefnið er annars vegar mótað af tímatalinu eins og við mælum það í dögum, vikum, mánuðum og árum. Hins vegar er það mótað af tilvistarlegri upplifun tímans og sjónrænni framsetningu þessarar upplifunar. Frá árinu 1998 hefur Grétar árlega haldið sýningu á afrakstri nýliðins árs á ólíkum stöðum: í Nýlistasafninu 1998, Gallerí i8 1999 og  í gryfju Listasafns ASÍ árið 2000.

Þegar kom að því að sýna afrakstur aldamótaársins 2000 kom upp sú hugmynd að setja allt verkefnið upp í eina sýningu sem um leið lokaði 20. öldinni á þessu ferli. Jafnframt var ákveðið að efna til útgáfu bókarkorns, sem myndar eins konar annál þessa ferlis fram að 31.

desember árið 2000. Sýningin stendur til 19. ágúst..