Heimsókn | listasafnreykjavikur.is

Í þremur byggingum Listasafns Reykjavíkur, miðsvæðis í borginni, Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni eru reglulega sýnd verk eftir þrjá þekktustu listamenn þjóðarinnar, Erró, Kjarval og Ásmund Sveinsson auk fjölbreyttra innlendra og alþjóðlegra sýninga. Safnið er einnig vettvangur fyrir ungt og upprennandi hæfileikafólk.

Hafnarhús

Opnunartímar
10.00-17.00
Fimmtudaga
10.00-22.00

Kjarvalsstaðir

Opnunartímar
10.00-17.00

Ásmundarsafn

Opnunartímar
Maí–September 10:00–17:00
Október–Apríl 13:00–17:00

Aðgangseyrir
Fullorðnir
1650 kr.
Námsmenn
1100 kr.
Yngri en 18 ára og eldri en 67 ára
Frítt

Hægt er að panta leiðsögn fyrir hópa. 
Leiðsögn kostar 18.000 kr auk aðgangseyris fyrir hvern gest. Athugið að veittur er afsláttur af fullum aðgangseyri ef gestir eru 10 eða fleiri.
Um helgar og fyrir utan opnunartíma safnsins kostar leiðsögn 35.000 kr. auk aðgangseyris.
Nánari upplýsingar í síma 411 6400 eða á fraedsludeild@reykjavik.is
Góð aðstaða er fyrir börn og fjölskyldur í Stofunni á fyrstu hæð Hafnarhússins, í Hugmyndasmiðjunni á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni.

Opnunartími um jól og áramót:

Hafnarhús
Opið 26. des.: 13–17
Opið 31. des.: 10–14
Opið 1. jan.: 13–17
Lokað 24. og 25. des.

Kjarvalsstaðir
Opið 26. des.: 13–17
Lokað 24., 25., 31. des. og 1. jan.

Ásmundarsafn
Opið 26. des.: 13–17
Lokað 24., 25., 31. des. og 1. jan.

Aðgöngumiðinn gildir í sólarhring í Hafnarhús, á Kjarvalsstaði og í Ásmundarsafn.

 

Strætisvagnar og bílastæði
 
Hafnarhús, Tryggvagata 17
Gjaldskyld bílastæði á Miðbakka og við Geirsgötu, bílastæðahús á Vesturgötu 7.
Strætisvagnar nr. 1, 3, 6, 11, 12, 13, 14.
 
Kjarvalsstaðir, Flókagata 24
Gjaldfrjáls bílastæði.
Strætisvagnar nr. 1, 3, 6, 11, 13.
 
Ásmundarsafn, Sigtún
Gjaldfrjáls bílastæði.
Strætisvagnar nr. 2, 4, 14, 15, 17, 19.
Árskort Listasafns Reykjavíkur

 

Árskort Listasafns Reykjavíkur veita aðgang að öllum sýningum og viðburðum á vegum safnsins, nema annað sé tekið fram. Árskortin veita einnig 10% afslátt í safnverslunum Listasafns Reykjavíkur og á veitingastaðnum á Kjarvalsstöðum. Hægt er að kaupa árskortin í móttökum safnhúsanna þriggja.
Verð: Árskort kr. 4400 / Árskort +1 kr. 6500 / Árskort <28 ára kr. 3900. Gildistími eitt ár.

Menningarkort Reykjavíkur

 

Menningarkort Reykjavíkur er hagkvæm leið til að njóta menningarlífsins í Reykjavíkurborg á betri kjörum. Menningarkortið veitir aðgang að Listasafni Reykjavíkur; Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni, Borgarsögusafni Reykjavíkur; Árbæjarsafni, Sjóminjasafninu í Reykjavík, Landnámssýningunni, Ljósmyndasafninu og afslátt í Viðeyjarferjuna. Hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur fæst bókasafnskort gegn framvísun kortsins. Menningarkortið veitir einnig afslætti og tilboð á fjölmarga viðburði, tónleika, kvikmyndahús og veitingahús. Verð kr. 6000, gildistími eitt ár. Nánari upplýsingar: menningarkort.is

Aðgengi fyrir fatlaða er mjög gott í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum og hægt er að fá hjólastól lánaðan á báðum stöðum. Sökum hönnunar Ásmundarsafns er aðgengi ekki jafn gott þar, nánari upplýsingar í síma 411-6430 í afgreiðslu Ásmundarsafns.

Kerrur, vagnar og læstir skápar Í afgreiðslum Hafnarhúss og Kjarvalsstaða er hægt að geyma barnavagna og fá lánaðar léttar kerrur og magapoka. Þar eru einnig læstir skápar fyrir töskur og bakpoka. Barnavagnar, bakpokar, stórar töskur, regnhlífar og aðrir fyrirferðarmiklir hlutir eru ekki leyfðir í sýningarsölunum af öryggisástæðum.

Ljósmyndun Heimilt er að ljósmynda sýningar til einkanota nema þess sé sérstaklega getið. Vinsamlega notið hvorki flass né þrífót.

Umgengnisreglur Gestir eru vinsamlegast beðnir um að snerta ekki listaverkin í safninu. Matur og drykkir eru ekki leyfðir í sýningarsölunum. 

Óheimilt er að koma með dýr á safnið nema um sé að ræða hjálparhunda.