Fréttir | Page 9 | listasafnreykjavikur.is

Fréttir

Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá Velferðarráðuneytinu, og Klara Þórhallsdóttir, verkefnastjóri fræðslu hjá Listasafni Reykjavíkur.

Listasafn Reykjavíkur hefur hlotið styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála fyrir verkefnið Listin talar tungum. Velferðarráðuneytið afhenti styrkinn. 

Ragnar Kjartansson: Guð, hvað mér líður illa í Hafnarhúsi

Laugardag 3. júní kl. 16.00 í Hafnarhúsi
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnar sýninguna

Bókin Ásmundur Sveinsson og afsteypan Hvíld eftir Ásmund.

Við vorum að taka upp úr kössunum þessa tvo eigulegu gripi, annars vegar fróðlega bók um myndhöggvarann Ásmund Sveinsson og hinsvegar nýja afsteypu af Hvíld eftir Ásmund.

Ásmundur Sveinsson, Höfuðlausn, 1948, og bókin Ásmundur Sveinsson.

Í tilefni útgáfu viðamikillar bókar um Ásmund Sveinsson verður opnuð yfirlitssýning á verkum listamannsins, List fyrir fólkið, í Listasafni Reykjavíkur – Ásmundarsafni, laugardaginn 20. maí kl. 16.00. Mennta- og menningarmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, opnar sýninguna. 

Listasafn Reykjavíkur býður að vanda börnum og unglingum upp á spennandi námskeið í sumar. Námskeiðin fara fram í júní í öllum safnhúsunum þremur, í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni. 

Bókamarkaður í Hafnarhúsi.

Vorhreingerning: Bókamarkaður í Hafnarhúsi
Laugardag 6. maí – miðvikudags 10. maí, kl. 10–17.00

Fjöldi alþjóðlegra bóka um myndlist, hönnun, arkútektúr og listfræði. Komið og gerið góð kaup!

Frá sýningunum Hrina – fjórar hrinur vídeóverka og Mannslíki í Hafnarhúsi.

Sýningunum Hrina – fjórar hrinur vídeóverka og Mannslíki eftir Ragnar Þórisson lýkur í Hafnarhúsi sunnudaginn

Ásmundarsafn.

Vegna sýningaskipta verður Ásmundarsafn lokað frá 1.-20. maí.

Ný yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar, List fyrir fólkið, opnar laugardaginn 20. maí 2017.

Augans börn í Ásmundarsafni og Því meira, því fegurra og Panik í Hafnarhúsi.

Þremur sýningum lýkur mánudaginn 1. maí: Þetta eru sýningarnar Augans börn í Ásmundarsafni, og Því meira, því fegurra og Panik í Hafnarhúsi.