Fréttir | Page 8 | listasafnreykjavikur.is

Fréttir

Myndlistargagnrýni í Morgunblaðinu 24.08.2017

„Gott flæði er á milli verkanna og sýningin er í senn aðgengileg, falleg fyrir augað og hreyfir við fólki eins og listamaðurinn lagði ávallt áherslu á. Hér gefst kjörið tækifæri til að kynna sér feril [Ásmundar Sveinssonar] eins af okkar helstu brautryðjendum á sviði höggmyndalistar."

Kaffihúsið á Kjarvalsstöðum. Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir.

Marentza Poulsen og starfsfólk hennar tekur brosandi á móti gestum á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum sem hefur verið opnað á ný eftir viðamiklar endurbætur.

Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir spennandi námskeiði um myndlist Ragnars Kjartanssonar. Námskeiðið er í fjórum hlutum og tekur fyrir myndlist Ragnars út frá mismundandi listgreinum. Í verkum hans fléttast saman myndlist, leikhús, tónlist og bókmenntir með fjölbreyttum hætti.

Frá opnunardegi sýningarinnar Kyrrð á Kjarvalsstöðum.

Það verður mikið um dýrðir í Listasafni Reykjavíkur á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. Frítt er inn á allar sýningar safnsins allan daginn og í boði verða leiðsagnir, tónleikar, ratleikur, málarasmiðja, myndlistarganga og fleiri viðburðir fyrir alla fjölskylduna. 

Þýski götulistamaðurinn Jakob Wagner endurgerir listaverk sitt á brot úr Berlínarmúrnum sem stendur við Borgartún í Reykjavík á morgun, miðvikudaginn 16. ágúst. Hann hefst handa á hádegi og gera má ráð fyrir að hann ljúki verkinu síðdegis á morgun.

"Kraftmikil og varanleg" segir Einar Falur Ingólfsson, myndlistargagnrýnandi Morgunblaðsins um bókina um Ragnar Kjartansson.

Glæsileg bók um Ásmund Sveinsson hlýtur mikið lof Aldísar Arnardóttur gagnrýnanda Morgunblaðsins.

Tæplega 28 þúsund gestir lögðu leið sína í Listasafn Reykjavíkur í nýliðnum júnímánuði. 
Er þetta aukning um rúm 43% frá sama mánuði í fyrra.