Fréttir | Page 6 | listasafnreykjavikur.is

Fréttir

Onita Wass @Millesgården

Listasafn Reykjavíkur efnir til ráðstefnu á Kjarvalsstöðum þann16. nóvember um einstaklingssöfn í opinberri vörslu undir yfirskriftinni Persónusaga – Þjóðarsaga?

Vegglistaverk eftir Elínu Hansdóttur myndlistarmann á norðurhlið Réttarholtsskóla við Réttarholtsveg.

Stórt vegglistaverk eftir Elínu Hansdóttur myndlistarmann er að fæðast á norðurhlið Réttarholtsskóla við Réttarholtsveg. Gert er ráð fyrir að verkið verði tilbúið í þessari viku.

Hönnunarstofan karlssonwilker hefur verið tilnefnd til Beazley hönnunarverðlaunanna fyrir nýtt útlit Listasafns Reykjavíkur. Það er hið virta Design Museum í London sem stendur fyrir verðlaununum í tíunda sinn, en á morgun, 18. október, opnar sýning í safninu á tilnefningunum.

Það verður mikið um að vera hjá Listasafni Reykjavíkur í haustfríi  grunnskóla borgarinnar frá 19.–23. október. Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá á meðan á fríinu stendur, auk þess sem fullorðnir í fylgd með börnum fá frítt inn.

Borgarráð samþykkti í gær tillögu um viðbótarframlag til Listasafns Reykjavíkur upp á 8,5 milljónir króna vegna nýrra verklagsreglna safnsins um greiðslur til myndlistarmanna. Verklagsreglurnar taka gildi um áramót. Upphæðin tekur mið af þeim sýningum sem fyrirhugaðar eru á næsta ári. 

Anna Hallin, Rek, 2015.

Sýningarnar Stór-Ísland og Garður verða opnaðar í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi föstudag 13. október kl. 20.00. Arna Schram, sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs opnar sýningarnar. 

Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, Elín Hansdóttir, myndlistarskona, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Ari Trausti Guðmundsson, bróðir Errós. Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir. 

Elín Hansdóttir myndlistarkona er handhafi viðurkenningar úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur 2017. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, afhenti Elínu viðurkenninguna í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi í dag, ásamt því að opna sýningu á verkum Errós í safninu. 

Listasafn Reykjavíkur í samstarfi við rekstraraðila kaffistofunnar á Kjarvalsstöðum, Marentzu Paulsen, efnir til samkeppni um nafn á kaffistofunni.

Glæsileg verðlaun í boði fyrir bestu tillöguna: Tíu þúsund króna úttekt á kaffistofunni og tvö árskort í Listasafn Reykjavíkur.