Fréttir

Sigurður Trausti Traustason og Markús Þór Andrésson

Sigurður Trausti hefur verið ráðinn deildarstjóri safneignar og rannsókna og Markús Þór deildarstjóri sýninga og miðlunar. Þeir hefja störf 1. janúar 2017. Í haust samþykkti menningar og ferðamálaráð nýtt innra skipurit Listasafns Reykjavíkur.

Yoko Ono málar málverk í Hafnarhúsi.

Húsfyllir og ríflega það var við opnun sýninganna YOKO ONO: EN SAGA ENN... og Erró: Stríð og friður í Hafnarhúsinu síðastliðið föstudagskvöld. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, opnaði sýningarnar og safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, Ólöf K.

Uppbrot í Ásmundarsafni.

Sunnudagurinn 16. október er síðasti sýningardagur tveggja sýninga í Listasafni Reykjavíkur. Annars vegar er um að ræða sýninguna Uppbrot í Ásmundarsafni og hinsvegar sýninguna Þetta er okkar fyrsta og síðasta verk í D-sal Hafnarhússins.

Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Hildigunni Birgisdóttur og Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur

Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, veitti í kvöld Hildigunni Birgisdóttur verðlaunafé og viðurkenningu úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur, fyrir framlag hennar á sviði myndlistar.

Erró: Stríð og friður og YOKO ONO: EIN SAGA ENN... í Hafnarhúsi

Tvær sýningar verða opnaðar í Hafnarhúsi föstudaginn 7. október kl. 18-20, YOKO ONO: EIN SAGA ENN... og Erró: Stríð og friður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnar sýningarnar. Sýningarnar tengjast friðarþema sem nú er ráðandi í safninu og víðar í borginni.

Tilurð Errós 1955-1964 í Hafnarhúsi

Sýningunni Tilurð Errós 1955-1964 lýkur í Hafnarhúsi fimmtudaginn 29. september. Sýningin spannar mótunarár listamannsins, margslungið og glæsilegt tímabil í list hans og evrópskri listasögu, þegar hann fyrstur listamanna skapar það sem nefnt hefur verið „samklippimálverk“. 

Hólmlendan í Hafnarhúsi

Írski listamaðurinn Richard Mosse verður viðstaddur opnun á sýningunni Hólmlendan (The Enclave) í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi við Tryggvagötu föstudagskvöldið 30. september kl. 20. Ennfremur situr Mosse fyrir svörum um verkið ásamt samstarfsmönnum sínum kl.

RÍKI – flóra, fána, fabúla

Listasafn Reykjavíkur og Náttúruminjasafn Íslands standa að umræðufundi í tengslum við sýninguna RÍKI – flóra, fána, fabúla sem staðið hefur í sumar í Hafnarhúsinu og er senn á enda.

Upprisa eftir Yoko Ono: Mynd af hluta verksins þar sem það var sett upp á sýningu í Mexíkó í febrúar sl.

Listasafn Reykjavíkur vinnur nú að sýningu á verkum Yoko Ono sem verður opnuð í Hafnarhúsinu 7. október. Mörg verka listakonunnar verða til með þátttöku sýningargesta, bæði fyrir sýninguna og eins á meðan á henni stendur.