Fréttir | Page 5 | listasafnreykjavikur.is

Fréttir

Sigurður Guðjónsson, myndlistarmaður ársins 2018.

Listasafn Reykjavíkur óskar Sigurði Guðjónssyni hjartanlega til hamingju með íslensku myndlistarverðlaunin 2018. Einnig óskar safnið Auði Lóu Guðnadóttur til hamingju með hvatningarverðlaun ársins.

Sýningaropnun – Tak i lige måde: Samtímalist frá Danmörku.

Fjórir valinkunnir danskir myndlistarmenn eiga verk á sýningunni Tak i lige måde: Samtímalist frá Danmörku sem verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi föstudagskvöldið 23.

Vetrarfrí grunnskólanna: Ritsmiðjur fyrir 8-12 ára og frítt inn á safnið í fylgd með börnum

Í tilefni af vetrarfríinu fá forráðamenn í fylgd með börnum frítt inn á safnið - Kjarvalsstaði, Hafnarhús og Ásmundarsafn, dagana 15.-18. febrúar.

Fjölbreyttir viðburðir á Safnanótt í Listasafni Reykjavíkur.

Safnanótt, föstudag 2. febrúar kl. 18–23.00
Ásmundarsafn – Kjarvalsstaðir – Hafnarhús

 

Dagskrá í Ásmundarsafni

Innrás I: Guðmundur Thoroddsen

Fyrsti hluti sýningaraðarinnar Innrás í Listasafni Reykjavíkur – Ásmundarsafni opnar á Safnanótt, föstudag 2. febrúar kl. 17.00.

Sýningin Heildin er alltaf minni en hlutar hennar í Hafnarhúsi.

Sýningin Heildin er alltaf minni en hlutar hennar eftir Pál Hauk Björnsson opnar fimmtudaginn 25. janúar kl. 17.00 í D-sal, Hafnarhúsi. Páll Haukur er 32. listamaðurinn sem sýnir í sýningaröð D-salar sem hóf göngu sína árið 2007.

Ásmundur Sveinsson

Í tilefni þess að 125 ár eru frá fæðingu Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara, er öllum sem heita Ásmundur boðið endurgjaldslaust í Ásmundarsafn árið 2018 ásamt einum gesti. Ekki skiptir máli hvað gesturinn heitir!

Fjölbreyttar sýningar á árinu 2018.

Þrjár tegundir af árskortum eru nú til sölu í Listasafni Reykjavíkur. Auk hefðbundins árskorts sem gildir fyrir einn, eru nú komin í sölu árskort sérsniðiðn fyrir ungt fólk á aldrinum 18-28 ára og árskort fyrir einn ásamt gesti. 

Sýningarlok – D31 Anna Rún Tryggvadóttir: Garður.

Sýningunni Garður eftir Önnu Rún Tryggvadóttur lýkur sunnudaginn 14. janúar í D-sal, Hafnarhúsi.