Fréttir | Page 16 | listasafnreykjavikur.is

Fréttir

Tvær stöður deildarstjóra hjá Listasafni Reykjavíkur eru lausar til umsóknar. Leitað er að öflugum einstaklingum sem hafa frumkvæði og metnað til að ná árangri í starfi.

Helstu verkefni Listasafns Reykjavíkur

Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir

Á meðal ótal viðburða hjá Listasafni Reykjavíkur á Menningarnótt er Hjólastóladiskó í porti Hafnarhússins

Jóhannes S. Kjarval, Skjaldmey.

Nú fer hver að verða síðastur að sjá lykilverk Kjarvals úr einkasafni Þorvaldar í Síld og fisk á Kjarvalsstöðum. Sýningin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Sunnudagurinn 21. ágúst er síðasti sýningardagur á verkunum.

Ingibjörg Sigurjónsdóttir opnar sýningu sína Þetta er okkar fyrsta og síðasta verk laugardaginn 20. ágúst kl. 17 í D-sal Hafnarhússins. Ingibjörg er fjórði listamaðurinn til að sýna í D-salnum árið 2016.

Sýningu Arnfinns Amazeen Undirsjálfin vilja vel sem nú stendur yfir í D-sal Hafnarhússins lýkur sunnudaginn 7.

Frú Lauga Matstofa hefur opnað nýjan kaffi- og veitingastað á 2. hæð í Hafnarhúsi. Matstofan er í umsjá Frú Laugu sem hefur getið sér gott orð fyrir verslun með ferskar matvörur frá íslenskum bændum og ýmislegt góðgæti frá meginlandinu.

Ásmundur Sveinsson og Elín Hansdóttir: Uppbrot

Í júlí fá handhafar Menningarkorts Reykjavíkur 2 fyrir 1 í Ásmundarsafn og geta því boðið með sér gesti að kostnaðarlausu.

RÍKI – flóra, fána, fabúla, Hafnarhús

Boðið er upp á tvær leiðsagnir á ensku á föstudögum í sumar – á Kjarvalsstöðum kl. 14 um sýninguna Jóhannes S. Kjarval: Hugur og heimur og leiðsögn um Hafnarhúsið kl. 16.

Í tilefni Hátíðar hafsins, helgina 4. og 5. júní fá gestir Hafnarhússins tvo miða á verði eins á meðan á hátíðinni stendur. Í Hafnarhúsinu standa nú yfir þrjár sýningar, RÍKI – flóra, fána, fabúla, Undirsjálfin vilja vel og Tilurð Errós 1955-1964.