Sýningarlok – D31 Anna Rún Tryggvadóttir: Garður | listasafnreykjavikur.is

Sýningarlok – D31 Anna Rún Tryggvadóttir: Garður

Sýningarlok – D31 Anna Rún Tryggvadóttir: Garður.

Sýningunni Garður eftir Önnu Rún Tryggvadóttur lýkur sunnudaginn 14. janúar í D-sal, Hafnarhúsi.

Náttúrunni í Garði Önnu Rúnar hefur verið umbreytt. Hún tekur á sig ófyrirséðar myndir þegar ólík efni mætast og finna sér sinn eigin farveg innan rammans sem sýningin býður upp á. Umbreytingarferlið verður áhorfendum ljóst og verkin verða síbreytileg í efnislegum gjörningi.

Anna Rún Tryggvadóttir er 31. listamaðurinn sem sýnir í sýningaröð D-salar en markmið sýningaraðarinnar er að gefa efnilegum listamönnum tækifæri til að vinna innan veggja safnsins og beina athygli gesta að nýjum og áhugaverðum hræringum innan listheimsins.