Sumarnámskeið fyrir börn 11.–22. júní

Sumarnámskeið fyrir börn

Skráning er hafin á árleg sumarnámskeið Listasafns Reykjavíkur. Boðið er upp á tvenns konar námskeið, annars vegar listmálun fyrir krakka á aldrinum 10-12 ára sem haldið verður á Kjarvalsstöðum og hins vegar skúlptúrnámskeið fyrir krakka á aldrinum 6-9 ára, haldið í Ásmundarsafni. 

Fyrri námskeiðin hefjast 11. júní, seinni námskeiðin hefjast 18. júní.

Áhugasömum er bent á að skrá börn sín sem fyrst. Skráning fer fram á heimasíðu safnsins eða á Frístundavefnum