Síðustu sýningadagar á Hrinu og Mannslíki í Hafnarhúsi | listasafnreykjavikur.is

Síðustu sýningadagar á Hrinu og Mannslíki í Hafnarhúsi

Frá sýningunum Hrina – fjórar hrinur vídeóverka og Mannslíki í Hafnarhúsi.

Sýningunum Hrina – fjórar hrinur vídeóverka og Mannslíki eftir Ragnar Þórisson lýkur í Hafnarhúsi sunnudaginn 7. maí.

HRINA – leikur, gjörningur, skráning og frásögn
Hrina er viðamikið sýningarverkefni þar sem tekinn er til sýninga stór hluti þeirra kviku myndverka sem til eru í safneign Listasafns Reykjavíkur.

Titill sýningarinnar vísar til þess að verkin eru sýnd í fjórum hrinum sem hver hafa sitt þema sem byggir á nálgun og viðfangsefnum listamannanna. Þemun eru leikur, gjörningur, skráning og frásögn.

Mannslíki
Málverk Ragnars eru afrakstur áralangra tilrauna hans þar sem hann málar iðulega manneskjur í hlutlausu umhverfi. Uppstillingar hans sýna fólk á margræðan hátt, sveipað dulúðugu andrúmslofti. Þar blandast stórir, marglaga litafletir við fínlega teikningu.

Verkin eru óræð og gefa til kynna lágstemmda hreyfingu bæði í tíma og rúmi þannig að svo virðist sem listamaðurinn reyni að fanga eitthvað sem auganu er dulið alla jafna.