Sérfræðingur safneignar

Listasafn Reykjavíkur auglýsir eftir sérfræðingi til að starfa við umsýslu safneignar.

Í starfinu felst umsjón með geymslum safnsins, eftirlit með verkum úr safnkosti bæði í geymslum og tengt sýningum.
Á meðal verkefna er þátttaka í viðhaldsverkefnum m.a. tengt útilistaverkum í borgarlandinu.

Um er að ræða tímabundna ráðningu í 6 – 8 mánuði frá maí 2018. Starfshlutfall 60 – 80%.

Leitað er að lausnamiðuðum, jákvæðum og drífandi einstaklingi sem vill starfa í fjölbreyttu og krefjandi umhverfi.
Umsækjandi þarf að hafa bíl til umráða.

Helstu viðfangsefni: 
Umsjón með listaverkageymslum
Undirbúningur og frágangur verka fyrir sýningar í safninu og utan þess
Vinna við viðhald og eftirlit með útilistaverkum
Eftirlit með aðstæðum í sýningasölum og geymslum

Hæfniskröfur:
Óskað er eftir einstaklingi með háskólamenntun sem nýtist í starfi, tækni- og/eða iðnmenntun sem nýtist í starfi, menntun á sviði myndlistar eða aðra menntun sem tengst getur starfssviði safnsins eða einstaklingi með sambærilega reynslu.
Reynsla af safnastarfi og umsýslu listaverka. 
Vandvirkni, nákvæmni, sjálfstæði, útsjónarsemi og góð þjónustulund. 
Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar.
Sveigjanleiki, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
Áhugi á myndlist og safnastarfi.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 16.4.2018.

Með umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá, kynningarbréf og upplýsingar um umsagnaraðila.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna, í síma 411-6400 eða með því að senda fyrirspurnir á sigurdur.trausti.traustason@reykjavik.is

Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um störfin á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. 

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem við búum í.
Reykjavíkurborg vinnur gegn mismunun á vinnumarkaði og hvetur innflytjendur, fatlað fólk, hinsegin fólk og fólk á öllum aldri til að sækja um störf hjá borginni.