Samkeppni um útilistaverk í Vogabyggð

Reykjavíkurborg auglýsir eftir myndlistarmönnum til að taka þátt í forvali að lokaðri samkeppni um gerð listaverks/listaverka í Vogabyggð.

Lögð er áhersla á að listaverk verði hluti af heildarhönnun almenningsrýma í hverfinu einkum á svæðum sem skilgreind eru sem þemavellir og andrými. 

Myndlistarmenn sem áhuga hafa á að taka þátt í samkeppninni eru beðnir um að senda inn umsókn um þátttöku þar sem fram kemur nafn höfundar/höfunda, kennitala, heimilisfang og símanúmer, ásamt greinargóðum upplýsingum um listferil og myndum af fyrri verkum. 

Samkeppnin er haldin samkvæmt samkeppnisreglum Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM).
Forvalsnefnd velur úr innsendum umsóknum allt að átta myndlistarmenn eða hópa til þess að gera tillögur að listaverkum.
Dómnefnd velur síðan eina eða fleiri tillögur til útfærslu.
Dómnefnd er heimilt að hafna öllum tillögum.

Nánar um samkeppnina: reykjavik.is/listaverk-vogabyggd

Við val á listaverkum verður haft að leiðarljósi að tillögur styðji það markmið að myndlist verði veigamikill og afgerandi hluti umhverfis og mannlífs í Vogabyggð og að listaverk stuðli að því að skapa örvandi umhverfi fyrir alla aldurs- og þjóðfélagshópa.

Umsóknir um þátttöku í samkeppninni skulu berast á netfangið vogabyggd.samkeppni@reykjavik.is 

Síðasti skiladagur er miðvikudagurinn 2. maí 2018. 

Listasafn Reykjavíkur hefur umsjón með listaverkum í Vogabyggð og stendur að baki samkeppninni.