Námskeið fyrir börn og unglinga í sumar | listasafnreykjavikur.is

Námskeið fyrir börn og unglinga í sumar

Listasafn Reykjavíkur býður að vanda börnum og unglingum upp á spennandi námskeið í sumar. Námskeiðin fara fram í júní í öllum safnhúsunum þremur, í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni. 

Kennararnir eru allir menntaðir myndlistarmenn sem hafa reynslu af því að vinna með börnum og unglingum. Námskeiðin eru fjölbreytt og tengd sýningunum í hverju húsi.

Málaranámskeið fyrir 10-12 ára krakka, skúlptúrnámskeið fyrir 6-9 ára börn og skapandi listsmiðja fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára. Leibeinendurnir eru Halldór Ragnarsson, Sara Riel og Una Margrét Árnadóttir. 

Skráning á námskeiðin fer fram á heimasíðu safnsins undir viðburðir eða á frístundavefnum.

Gleðilegt sumar!