Listasafn Reykjavíkur hlýtur viðurkenningarnar Best of Reykjavík og Experts' Choice

Listasafn Reykjavíkur Kjarvalsstaðir

TripExpert upplýsingaveita fyrir ferðamenn hefur veitt Listasafni Reykjavíkur tvær viðurkenningar, sem besta listasafn í Reykjavík og sem það safn sem helstu sérfræðingar á sviði myndlistar mæla með.

Valið fer þannig fram að upplýsingaveitan safnar saman efni frá gagnrýnendum og blaðamönnum sem skrifa í ferðahandbækur, dagblöð, tímarit, á vefsíður og fleiri staði og gefur ákveðinn stigafjölda eftir eðli umfjöllunarinnar.

Starfsfólk Listasafns Reykjavíkur er að vonum upp með sér en lítur einnig á þessar viðurkenningar sem hvatningu til dáða, til þess að gera enn betur svo almenningur fái tækifæri til að kynnast fjölbreytileika myndlistar og öðlast dýpri skilning á sögulegu, félagslegu, menningarlegu og listrænu samhengi sköpunarverka listamanna.