Ásmundarsafn lokað til 19. janúar

Vegna sýningaskipta í Ásmundarsafni verður lokað þar til 19. janúar. Þá verða opnaðar tvær nýjar sýningar tileinkuðum útilistaverkum.

Sett verður upp yfirlitssýning á útilistaverkum Ásmundar Sveinssonar. Samhliða þeirri sýningu verða fimm sýningar ólíkra listamanna sem allir eiga það sameiginlegt að hafa skapað listaverk sem sett hafa verið upp í almenningsrými. Fyrsti listamaðurinn í sýningaröðinni er Sigurður Guðmundsson. Þegar Ásmundarsafn verður opnað að nýju 19. janúar, verða því sýningar á verkum Ásmundar og Sigurðar.

Þeir listamenn sem sýna í kjölfar Sigurðar eru Brynhildur Þorgeirsdóttir, Jóhann Eyfells, Helgi Gíslason og Ólöf Nordal.