Panta leiðsögn | listasafnreykjavikur.is

Hér er hægt að panta leiðsögn. Vinsamlegast athugið að þetta form er einungis beiðni en ekki staðfesting á pöntun. Ef það er laust á umbeðnum tíma munum við bóka heimsóknina og staðfesta hana með tölvupósti.

Fyrir öll skólastig
Heimsókn í Listasafn Reykjavíkur býður upp á margvíslega möguleika til upplifunar, fræðslu og náms. Starfsemi Listasafns Reykjavíkur fer fram á þremur stöðum innan borgarinnar: Kjarvalsstöðum við Flókagötu, Ásmundarsafni við Sigtún og Hafnarhúsi við Tryggvagötu.

Athugið að 20-25 manns er æskileg stærð og tekið er á móti einum bekk í einu.

Allir skólahópar þurfa að láta vita af komu sinni í safnið til að forðast árekstra við aðra hópa og af öryggisástæðum.

Fyrir almenning
Hægt er að panta leiðsögn fyrir almenna hópa í öll safnhús Listasafns Reykjavíkur. Leiðsögn er eftir föngum sniðin að óskum hvers hóps. Verð fyrir leiðsögn er kr. 18.000 + kr. 1.650 í aðgangseyri á mann á opnunartíma safnsins frá mánudegi til föstudags. Ef hópurinn telur fleiri en tíu manns kostar leiðsögnin kr. 18.000 + kr. 1.100 í aðgangseyri á mann. Á Kjarvalsstöðum er hægt að semja sérstaklega um veitingar. Leiðsögnin kostar kr. 35.000 + aðgangseyrir um helgar og fyrir utan opnunartíma safnsins.

Nánari upplýsingar í síma 411 6400 eða á fraedsludeild hjá reykjavik.is

Safnareglur
Hér er hægt er að nálgast safnareglur sem gott er að fara vel yfir áður en komið er í safnið.

PDF icon Gátlisti fyrir hópa