Hallsteinsgarður

Hallsteinsgarður

Á Grafarvogsdeginum laugardaginn 25. maí 2013 tók Elsa Yeomen forseti borgarstjórnar á móti höfðinglegri gjöf Hallsteins Sigurðssonar myndlistarmanns til Reykvíkinga.  Um er að ræða 16 höggmyndir úr áli sem Hallsteinn kom fyrir í landi Gufuness á árunum 1989 til 2012 á  hæð austan við gömlu áburðarverksmiðjuna í Gufunesi. Í dag er þar skemmtilegur garður þar sem skúlptúrarnir hafa notið sín og veitt gestum og gangandi mikla ánægju. Verk Hallsteins Sigurðssonar eru víða, á söfnum, í einkaeign og í almenningsrými.  Hann hefur haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum.

Reykjavíkurborg metur það mikils að geta bætt skúlptúrunum við listaverkaeign sína og að geta þannig stuðlað að því  að þeir verði aðgengilegir öllum almenningi í borgarumhverfinu. Er nú búið að merkja garðinn Hallsteinsgarð og tileinka þannig Hallsteini landssvæðið.Þá mun Reykjavíkurborg annast eftirlit, viðhald, fræðslu og kynningu á listaverkunum og mikilvægi listar í almennings rými og sjá um viðeigandi umsjón svæðisins