Fræðsla

Fræðslustarf Listasafns Reykjavíkur

Söfn eru frábær vettvangur til óformlegs náms. Þar eiga sér stað líflegar umræður um mismunandi svið þekkingar. Í Listasafni Reykjavíkur hefur verið starfrækt fræðsludeild frá árinu 1991 sem hefur það að markmiði að vekja safngesti til umhugsunar um myndlist og að gera listina aðgengilega fyrir alla aldurshópa.

Á hverju ári býður Listasafn Reykjavíkur upp á fjölda sýninga sem eru efniviður í kennslu fyrir mismunandi námsgreinar.

Með safnfræðslu er reynt að skapa vettvang þar sem nemendur geta tekið þátt í umræðu um listina, tjá sig um eigin upplifun, lært af listamönnum og hver öðrum. Söfn eru fjölbreyttur vettvangur til kennslu og einskorðast ekki við myndlist því myndlist er margslungin.

Hér er að finna upplýsingar um fræðsludagskrá okkar ásamt öðrum gögnum til fræðslu. Einnig er hægt að nálgast kennslupakka Listasafns Reykjavíkur og panta heimsókn með safnfræðslu.

Söfn eru frábær vettvangur til óformlegs náms. Þar eiga sér stað líflegar umræður um mismunandi svið þekkingar. Í Listasafni Reykjavíkur hefur verið starfrækt fræðsludeild frá árinu 1991 sem hefur það að markmiði að vekja safngesti til umhugsunar um myndlist og að gera listina aðgengilega fyrir alla aldurshópa.

Á hverju ári býður Listasafn Reykjavíkur upp á fjölda sýninga sem eru efniviður í kennslu fyrir mismunandi námsgreinar.

Með safnfræðslu er reynt að skapa vettvang þar sem nemendur geta tekið þátt í umræðu um listina, tjá sig um eigin upplifun, lært af listamönnum og hver öðrum. Söfn eru fjölbreyttur vettvangur til kennslu og einskorðast ekki við myndlist því myndlist er margslungin.

Hér er að finna upplýsingar um fræðsludagskrá okkar ásamt öðrum gögnum til fræðslu. Einnig er hægt að nálgast kennslupakka Listasafns Reykjavíkur og panta heimsókn með safnfræðslu.