Pöntun á Flökkusýningum Listasafns Reykjavíkur fyrir grunnskóla

Hvaða sýningu viltu panta:*


Nafn skóla:
*

Kennitala:*
Tengiliður:*
Sími:*
Lánstími (athugið að lánstími er 2-3 vikur):*
Frá:
Til:
*Viltu fá kynningu í skólann á fræðslupakka (verkefnum og nálgun) sem fylgir Flökkusýningum?


Ef já vinsamlegast tilgreinið tíma-og dagsetningu hér fyrir neðan:

Tími og dagsetning:*

Vinsamlegast athugið að þetta form er einungis beiðni en ekki staðfesting á pöntun. Ef það er laust á umbeðnum tíma munum við bóka heimsóknina og staðfesta hana með tölvupósti.

 

Listasafn Reykjavíkur - Flökkusýning

Í riti um grunnatriði safnastarfs eftir Ambrose og Paine (1998:42–47) kemur fram að söfn gegna mikilvægu hlutverki á sviði fræðslu, hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna. Líflegustu söfnin láta sér ekki nægja að bíða eftir að fólk komi og heimsæki þau. Þau fara með þjónustu sína út í samfélagið.

Fáðu Flökkusýningu frá Listasafni Reykjavíkur lánaða í skólann

Grunnskólum Reykjavíkur stendur til boða að fá tvær flökkusýningar til láns í skólann í 2–3 vikur í senn ásamt vönduðum verkefnum (fræðslupakka) og kynningu á mögulegri notkun sýninga og verkefna. Fræðslupakkarnir eru unnir af kennurum með bakgrunn í myndlist og listfræði og verkefnin tengd námskrám. Flökkusýningarnar eru í sérhönnuðum kistum á hjólum sem eru 180sm á hæð, 70sm á breidd og 165sm á lengd þegar þær eru lokaðar. Þær eru færanlegar á milli rýma en þegar sýningin hefur verið sett upp er hver veggur um 235sm á lengd. Hver sýning er í tveimur kistum sem raðast saman í u.þ.b. 10 metra af sýningarrými og rúmar um 8–12 listaverk sem eru öll úr safneign og vel flest eftir íslenska myndlistarmenn.

Flökkusýning 1: Ferðaflækja / Sjálfbærni og myndlist mætast

Verkefni í fræðslupakka eru ætluð yngsta- og miðstigi sem nýta má í öllum fögum. Sýningin tekur fyrir snertifleti myndlistar og sjálfbærni þar sem spurningum er velt upp hvernig hægt er að rýna í myndlist og ræða sjálfbærni um leið.

Flökkusýning 2: Kjarval og Gullmávurinn / Ferðalag listmálara

Verkefni í fræðslupakka 2 eru ætluð yngsta- og miðstigi í myndmennt og náttúrufræði. Listaverkin fjalla um náttúruna og mismunandi sýn myndlistamanna á viðfangsefnið. Um málverk, ljósmyndir, teikningar og skjáverk er að ræða sem bjóða upp á marga möguleika í samþættingu myndmenntar og náttúrufræði.

Innihald beggja sýninga er að finna í fræðslupakka fyrir hverja sýningu sem fylgir láninu. Hægt er að biðja um að fá fræðslupakkana senda áður en sýning er fengin að láni. Kynning og lán er veitt grunnskólum Reykjavíkur að kostnaðarlausu. Önnur sveitafélög þurfa að greiða tryggingar og flutningskostnað vilji skólar fá sýningu lánaða. Fyrirspurnir: fraedsludeild@reykjavik.is

 
 

 

Hafnarhús

Heimsókn í safnið
Opið: 10:00 - 17:00
fimmtudaga 10:00 - 20:00
 

Kjarvalsstaðir

Heimsókn í safnið
Opið: 10-17
 

Ásmundarsafn

Heimsókn í safnið
1. maí - 30. sept. 10-17
1. okt. - 30. apr. 13-17