Listasafn Islands

Fræðsla og viðburðir

Allir viðburðir fara fram á íslensku nema annað sé tekið fram.
 
 

Hafnarhús:
Alla fimmtudaga í júní, júlí og ágúst kl. 18:
Leiðsögn á ensku um sýninguna Þín samsetta sjón - Úrvalsverk úr safneigninni 1970-2010

 

Kjarvalsstaðir:
Alla föstudaga í júní, júlí og ágúst kl. 13:
Leiðsögn á ensku um sýninguna Reykjavík, bær, bygging

 

JúlíFimmtudag 17. júlí kl. 20
Hafnarhús – Fyrirlestur
Rannsóknarstofa um framúrstefnu. Fyrirlestur Ara Osterweil, prófessor í kvikmynda- og menningafræði við McGill Háskólann í Montreal, Kanada.


Fimmtudagur 24. júlí kl. 20
Ásmundarsafn – Kvöldganga: Meistarahendur
Hugrún Þorsteinsdóttir arkitekt og listgreinakennari gengur með gestum um  höggmyndagarð  Ásmundarsafns. Kvöldopnun á safninu á meðan gangan fer fram.

 


Ágúst

Sunnudagur 17. ágúst kl. 17.15
Kjarvalsstaðir – Tónleikar
Kammersveit Reykjavíkur: 40 ára afmælistónleikar.

 

Fimmtudag 21. ágúst kl. 20
Hafnarhús – Kvöldgöngur: Ný útilistaverk
Heiðar Kári Rannversson, dagskrárstjóri Listasafns Reykjavíkur, leiðir göngu um miðborgina þar sem skoðuð verða ný tilkomin útilistaverk og athugað hvernig þau passa inn í borgarmyndina.


Laugardag 23. ágúst.
Hafnarhús - Menningarnótt 2014
Opið 10-23


Kl. 15-18
Graffarar í Hafnarhúsi
Vegglist í Breiðholti
Ungmenni frá frístundamiðstöðin Miðbergi mála veggmynd/ graffa í porti Hafnarhússins og gestir geta kynnt sér verkefnið Vegglist í Breiðholti.
Í tengslum við verkefnið Vegglist í Breiðholti, sem ætlað að breiða út list í opinberu rými utan miðborgarinnar, fegra hverfið og skapa umræðu, voru átta ungmenni fengin til að gera veggmyndir í Breiðholti í sumar undir handleiðslu listamanna. Listasafn Reykjavíkur og frístundamiðstöðin Miðberg stóðu fyrir listsmiðjunni. Á Menningarnótt ætla þátttakendur smiðjunnar að mála veggmynd /graffa í porti Hafnarhússins. Hægt verður að fylgjast með þeim frá kl. 15-18.

 

Kl. 15-23
Vegglist í Breiðholti
Sýning á verkefninu Vegglist í Breiðholti, sem ætlað að breiða út list í opinberu rými utan miðborgarinnar, fegra hverfið og skapa umræðu. Alls verða fimm veggmyndir eftir fjóra listamenn komnar í Breiðholtið á næsta ári og átta veggmyndir eftir ungmenni á aldrinum 17-20 ára. Listasafn Reykjavíkur hefur haft umsjón með verkefninu sem hefur verið unnið í samráði við íbúa í Breiðholti og hverfisráð.

Kl. 16-17
Leiðsögn og fjölskylduratleikur um sýninguna Þín samsetta sjón
Leiðsögn og ratleikur fyrir alla fjölskylduna um sýninguna Þín samsetta sjón en þar gefur að líta úrvalsverk úr safneigninni frá árunum 1973-2010 eftir um 50 listamenn. Spennandi og uppfræðandi vinningar í boði fyrir þátttakendur sem sem tekst leysa þrautir ratleiksins rétt.

Kl. 18-19
Leiðsögn á ensku um sýninguna Þín samsetta sjón.

Kl. 20-21
Leiðsögn og fjölskylduratleikur um sýninguna Þín samsetta sjón
Leiðsögn og ratleikur fyrir alla fjölskylduna um sýninguna Þín samsetta sjón en þar gefur að líta úrvalsverk úr safneigninni frá árunum 1973-2010 eftir um 50 listamenn. Spennandi og uppfræðandi vinningar í boði fyrir þátttakendur sem sem tekst leysa þrautir ratleiksins rétt.

Kjarvalsstaðir-Menningarnótt 2014
Opið 10-21

Kl. 13-14
Leiðsögn á ensku um sýninguna Reykjavík, bær, bygging
Leiðsögn á ensku um sýninguna á Kjarvalsstöðum en þar má sjá má sjá hvernig borgin kom íslenskum listmálurum fyrir sjónir á hundrað og tveggja ára tímabili, allt frá 1891 til 1993. Öll verkin eru úr safni Listasafns Reykjavíkur.

Kl. 14-16
Klippt, ort og spunnið – opin listsmiðja fyrir börn á öllum aldri
Opin listsmiðja á Kjarvalstöðum í tengslum við sýninguna Reykjavík, bær, bygging.  Þátttakendur í smiðjunni vinna í myndum og máli út frá hughrifum sýningarinnar og sinni eigin sýn á Reykjavíkurborg. Útfærslan verður í formi klippimynda, teikninga eða jafnvel í ljóði.  Verk barnanna munu að lokum mynda stórt myndverk samsett úr myndbrotum þeirra. Leiðbeinendur eru listgreinakennararnir Ásdís Spanó myndlistamaður og Hugrún Þorsteinsdóttir arkitekt.

Kl. 19.30-21.00
Reykjavík, bær, bygging: Ljóð og Lay Low á Kjarvalsstöðum
Ljóða- og tónlistardagskrá í tengslum við sýninguna á Kjarvalsstöðum. Hér má hvernig borgin kom íslenskum listmálurum fyrir sjónir á hundrað og tveggja ára tímabili allt frá 1891 til 1993 auk þess sem valin hafa verið Reykjavíkurljóð eftir 10 skáld frá árunum 1931-2013 til að ljóðskreyta sýninguna. Bragi Ólafsson, Óskar Árni Óskarsson, Þórdís Gísladóttir og Sigurlín Bjarney Gísladóttir lesa upp úr verkum sínum auk þess sem Lay Low flytur nokkur lög. Dagskráin er unnin í samvinnu við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.


Miðvikudagur 27. ágúst - Sunnudagur 31. ágúst
Hafnarhús - Reykjavík Dance Festival

 

Til að fá frekari upplýsingar um viðburði á Listasafni Reykjavíkur
hafið samband við afgreiðslur húsanna eða í síma: 590 1200


Prentað af vef Listasafns Reykjavíkur, www.listasafnreykjavikur.is þann 01.27.2014