Hafnarhús

Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands 2013

20. apríl - 5. maí 2013

Sýningin er afrakstur þriggja ára náms við Listaháskólann þar sem markmiðið hefur verið að skapa nemendum aðstöðu til að mennta sig sem listamenn.

> Lesa meira
Study for All State at Hafnarhúsið. Credits: Theresa Himmer

Theresa Himmer: All State

25. maí -1. sept.

Innsetning í lyftu Hafnarhúss.

> Lesa meira
Andrea Maack og Huginn Þór Arason

Huginn Þór Arason og Andrea Maack: Kaflaskipti

25. maí - 1. sept.

Sýningin hverfist um ilm sem ætlað er að fanga kjarna listasafns fjarlægrar framtíðar.

> Lesa meira
Erró, Heimurinn í dag, 2011.

Erró: Heimurinn í dag

12. okt. 2013 - 24. ágú. 2014

Á sýningunni gefur að líta verk sem Erró hefur gefið Listasafni Reykjavíkur undanfarin ár. Um er að ræða fjölda listaverka – samklippimyndir, olíumálverk, vatnslitamyndir og smeltiverk.

> Lesa meira
Erró, Maður með blóm/Man with a Flower, 1985.

Erró og listasagan

6 Sept. 14 - 18 Oct. 15

Á þessari sýningu má sjá verk þar sem Erró fær að láni myndir og myndbrot úr verkum eftir marga þekktustu listamenn sögunnar líkt og Picasso og Léger.

> Lesa meira
Ásdís Sif Gunnarsdóttir, ljósmynd/Photo: E.S.P.TV.

Ásdís Sif Gunnarsdóttir: Skipbrot úr framtíðinni / sjónvarp úr fortíðinni

6.9.2014-19.10.2014

Ásdís Sif vinnur með gjörninga í vídeóverkum sínum sem fara fram með mismunandi hætti á ólíkum stöðum í tíma og rúmi. Verkið Skipbrot úr framtíðinni/sjónvarp úr fortíðinni er stór vídeóinnsetning sem byggist á eldra verki eftir Ásdísi frá sýningunni Pakkhúsi postulanna (2006).

> Lesa meira
Tomas Saraceno, án titils, 2010

Myndun

20. sep 14 – 18. jan 15

Alþjóðleg samsýning sjö listamanna: Tomas Saraceno frá Argentínu, Ernesto Neto frá Brasilíu, Ragna Róbertsdóttir frá Íslandi, Ryuji Nakamura og Rintaro Hara frá Japan, Mona Hatoum frá Líbanon og Monika Grzymala frá Póllandi.

> Lesa meira
Gunter Damisch, Rotfeldwege,1993.

Gunter Damisch: Veraldir og vegir

1. nov. 14 - 25. jan. 15

Yfirlitssýning á verkum austurríska listamannsins Gunter Damisch (f. 1958) frá níunda áratugnum til dagsins í dag. Á sýningunni er skúlptúr og grafísk verk sem listamaðurinn hefur gefið Listasafni Reykjavíkur ásamt úrvali annarra verka eftir hann.

> Lesa meira

Sirra Sigrún Sigurðardóttir: Flatland

1. nóv. 14 - 25. jan. 2015

Titill sýningarinnar, Flatland, vísar m.a. til samnefndrar bókar frá 1884 eftir Edwin Abbott þar sem dregin er upp háðsádeila af lagskiptingu samfélagsins með tungumáli stærð- og rúmfræðinnar.

> Lesa meira
Cory Arcangel, QuickOffice, 2013, photo Sacha Maric

Cory Arcangel: Margt smálegt

31. jan. - 12. april 2015

Listasafni Reykjavíkur er heiður að kynna einkasýningu á nýjum verkum eftir bandaríska listamanninn Cory Arcangel (f. 1978). Þótt Cory sé aðeins á fertugsaldri hefur hann þegar skapað sér nafn í listaheiminum sem frumkvöðull sem leiðir saman stafræna tækni og list.

> Lesa meira

Kjarvalsstaðir

Jón Stefánsson, Sumarnótt, Lómar við Þjórsá, 1929.

Íslensk myndlist 1900-1950: Frá landslagi til abstraktlistar

1. júní - 22. sept.

Sögulegt yfirlit íslenskrar myndlistar frá 1900-1950.

> Lesa meira
Jóhannes S. Kjarval, Hvítasunnudagur, 1917

Mynd af heild 2 – Kjarval bankanna

5. okt. 2013 – 26. jan. 2014

Sýningin er framhald af þeirri viðleitni Listasafns Reykjavíkur að gefa sem víðtækasta mynd af ferli Kjarvals.

> Lesa meira
Alexander Rodchenko, Lily Brik, 1924, © A. Rodchenko – V. Stepanova Archive © Moscow House of Photography Museum

Alexander Rodchenko: Bylting í ljósmyndun

5. okt. 2013 – 12. jan. 2014

Það er mikill akkur fyrir Listasafn Reykjavíkur að fá verk Rodchenko til Reykjavíkur en sýningin hefur farið víða um heim síðustu ár. Áhugafólk um myndlist, stjórnmálasögu, ljósmyndun og grafíska hönnun ætti ekki að láta sýninguna fram hjá sér fara.

> Lesa meira
Jóhannes S. Kjarval, Fyrstu snjóar, 1953.

Árstíðirnar í verkum Kjarvals

1. feb. – 14. sep 2014

Því hefur verið haldið fram að í gegnum augu Kjarvals hafi Íslendingar lært að sjá land sitt upp á nýtt. Það land sem augu hans námu og birtist okkur á dúkum hans er úfið og stórbrotið land grýttra fjalla, hrauns og mosa.

> Lesa meira
Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson, Core, 2013. Silk, industrial dyes 310 x 433 cm.

Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson: Úr iðrum jarðar

8. feb. - 18. maí

Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson (f. 1963) hefur í rúm 15 ár sameinað málaralist og vefnað með því að búa til málverk ofin úr handlituðum silkiþráðum. Hún sækir efnivið sinn í íslenskt landslag og hefur t.d. búið til myndraðir um Vatnajökul og Heklu. Á sýningunni má sjá úrval af þessum stóru málverkum sem ofin eru í þriggja metra breiðum vefstól.

> Lesa meira

Kjarval: Efsta lag

27. sep. 14 – 4. jan. 15

Andreas Eriksson er sýningarstjóri sýningarinnar en þar eru bæði verk eftir Kjarval (1885–1972) og hann sjálfan.

> Lesa meira
Andreas Eriksson, Kofi TedKaczynskis/ TedKaczynskisCabin, 2004.

Andreas Eriksson: Roundabouts

27. sep. 14 - 4. jan. 15

Andreas Eriksson ( f. 1975) er einn virtasti listamaður Svía af sinni kynslóð. Hann var fulltrúi Svíþjóðar í norræna skálanum á Feneyjatvíæringnum árið 2011 og verk hans hafa verið sýnd víða um heim.

> Lesa meira
Einar Hákonarson, Kveðjustund/Farwell, 2011

Einar Hákonarson: Púls tímans

17. jan. - 15. mars 15

Málverkin á yfirlitssýningu Einars Hákonarsonar ná yfir rúmlega 50 ára feril listamannsins allt frá æsku- og skólaverkum og til ársins 2014.

> Lesa meira
Jóhannes S. Kjarval, án titils, blek á spjald.

Út á spássíuna – textar, skissur, og pár í list Kjarvals

19. júní - 29. nóv. 2015

,,Ég sé mig skrifa, og ég heyri í pennanum á pappírnum.” Þessi orð Kjarvals gætu verið yfirskrift sýningarinnar, því þau beina sjónum að efninu, aðferðinni, og ímyndunaraflinu.

> Lesa meira
Jóhannes S. Kjarval, án titils, blek á spjald.

Út á spássíuna – textar, skissur, og pár í list Kjarvals

19. júní - 29. nóv. 2015

,,Ég sé mig skrifa, og ég heyri í pennanum á pappírnum.” Þessi orð Kjarvals gætu verið yfirskrift sýningarinnar, því þau beina sjónum að efninu, aðferðinni, og ímyndunaraflinu.

> Lesa meira

Ásmundarsafn

Ásmundur Sveinsson. Svört ský, 1947

Inn í kviku

5. maí 2012 — 28. apríl 2013

Á sýningunni er efnistaka leitað í tilfinningalegri kviku listamannsins, en sú nálgun á verkum hans er ný af nálinni. Sýningin skiptist í þrjá hluta sem tengjast Ásmundarsafni, heimili og vinnustofu listamannsins, órofa böndum með viðeigandi þema, litum og lýsingu.

> Lesa meira

Sagnabrunnur - Ásmundur og bókmenntir

11. maí - 30. des.

Ásmundur Sveinsson (1893–1982) fór mismunandi leiðir í listsköpun sinni og sótti m.a. innblástur í helgisögur, goðsagnir, Íslendingasögur og þjóðsögur. Á þessari sýningu gefur að líta 20 höggmyndir í eigu Listasafns Reykjavíkur sem vísa allar með einum eða öðrum hætti í bókmenntarfinn og eru til vitnis um þann mikla sögumann sem Ásmundur Sveinsson var.

> Lesa meira
Ásmundur Sveinsson með sveinsstykki sitt. Ljósmyndari: Sigríður Zoëga

Ásmundur Sveinsson - Meistarahendur

10. maí -31. ágú.

Á sýningunni gefur að líta verk sem spanna feril listamannsins og sýna vel þróunina sem varð á sýn hans í gegnum tíðina. Meðal verka eru höggmyndir sem hann gerði sem nemandi við sænsku ríkisakademíið.

> Lesa meira

A posteriori: Hús, höggmynd

13. sept. 14 - 8. feb. 15

Á sýningunni A posteriori sem er latneskur frasi frá fyrri hluta 17. aldar og þýðir ,,af því sem á eftir kemur“ eru valin listaverk með nýstárlegar tilvísanir í hinar ýmsu byggingar og hús.

> Lesa meira

A posteriori: Hús, höggmynd

13. sept. 14 - 8. feb. 15

Á sýningunni A posteriori sem er latneskur frasi frá fyrri hluta 17. aldar og þýðir ,,af því sem á eftir kemur“ eru valin listaverk með nýstárlegar tilvísanir í hinar ýmsu byggingar og hús.

> Lesa meira

Eldri sýningar

2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
2011
2012
2013
2014

 

 

 

 

 

 
 

 

Hafnarhús

Heimsókn í safnið
Opið: 10:00 - 17:00
fimmtudaga 10:00 - 20:00
 

Kjarvalsstaðir

Heimsókn í safnið
Opið: 10-17
 

Ásmundarsafn

Heimsókn í safnið
1. maí - 30. sept. 10-17
1. okt. - 30. apr. 13-17